þriðjudagur, ágúst 14, 2012

Opið eða lokað

Ég & stelpurnar á svölunum að borða ís
Ég set ýmsar upplýsingar hingað á netið og einnig ljósmyndir af fjölskyldunni fyrir hvern sem er til að sjá og skoða. Ég spái ekki mikið um réttindi upplýsinga og trúi því að allt efni á sig sjálft og hver sem er ætti að geta notað það til að byggja á. Þetta var vel orðað hjá góðum kennara sem kenndi mér við Háskóla Íslands þegar hann sagði Góðar hugmyndir eru til tvenns nýtilegar: að græða á þeim eða stela þeim.
Hvernig hugmyndir þarfnast annara hugmynda er mjög vel lýst í þessum fyrirlesti og einnig annar skemmtilegur um kynlíf hugmynda sem styður þetta.

En þó að ég trúi á fresli hugmynd og myndi vilja að efni væri merkt með opnum leyfum þá er spurning hvort það réttlætir það að ég setji myndir (eða upplýsingar) af börnunum mínum á netið?
Þó að ég geti sagt að ég eigi þessi börn þá eiga þau sig sjálf (að mestu) en ég ber ábyrgð á þeim og hagur þeirra er vissulega framar öllu. Því velti ég fyrir mér hvort þeirra gögn ættu að vera lokuð...flest allt eru þetta upplýsingar fyrir mig, þau, okkur, fjölskyldu og vini sem ættu jafnvel ekki að vera opnar fyrir hverjum sem er? Eða þá að ég ætti að minnsta kosti að stjórna því hver hefur aðgang að þeim?

Ekki nóg með að ég þarf að lifa með þessari ákvörðun heldur þurfa þau líka að lifa með henni og ég vil ekki að þetta geti á nokkurn hátt skaðað þau.

Er ég of auðtrúa að það sé í lagi að hafa allt opið og aðgengilegt eða er það ofsóknaræði að loka allar upplýsingarnar af?

Engin ummæli: