föstudagur, október 19, 2001

Er mikið á þeim nótunum þessa dagana að vakna við tónlist úr hljómflutningsgræjunum mínum kl 8 á morganna, fara á fætur um 9 og út úr húsi eftir hádegi. Þess vegna eru föstudagar erfiðir því þá er eini tími vikunnar í hugbúnaðarverkefni 1 kl 8. Að vakna kl 7 er eitthvað sem mér mun seint falla vel að geði. En hvað um það, menn breyta um trú reglulega, og mín trú fer að breytast frá PC yfir í Mac eftir 3 vikur...vonandi verð ég búinn að raka mig fyrir þann tíma.

Engin ummæli: