fimmtudagur, október 18, 2001
Merkilegt hvað mikill tími fer í námið. Sit núna tvo heimspekiáfanga og það er mjög sérstakt, gefur mér aðra sýn heldur en hina þurru raunvísindaheimssýn. En ég kann stundum ekkert allt of vel við heimspekina...stundum er þetta bara bull...a.m.k. í mínum eyrum. Skeggsöfnunin gegnur annars bara vel. Hef alltaf ætlað að eiga mynd af mínum fullskeggjuðum prófalærdómi, en ætla bara að svinda og taka mynd núna og sagst hafa verið í prófum. Merkilgt að skeggvöxtur minn hafi verið í næstum 10 ár og ég hafi aldrei prufað að safna. Enda finnst mér skegg ekkert smart....en þetta er eitthvað sem maður verður að prófa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli