laugardagur, desember 03, 2011

Jóladagatal Loga 2011


Eina og í fyrra passar Bína uppá að ég gleymi ekki hvenær jólin koma...ég held að ég eigi bestu unnustu í heimi ;)
Eins og Atli kom inná í fyrra þá er ekkert betra en jóladagatala sem geymist best kalt...en ég þori þó ekki að fylgja humynd Palla að geyma þá alla til 24 eins og Bjartur er að gera með súkkulaðidagatalið sitt...það gæti orðið til þess að ég fengi ekki aftur svona og ég ætla ekki að hætta á það =)

20 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Fyrsti var Jule Bryg sem kom vel út í fyrra, jólabragð =)

Logi Helgu sagði...

Annar Malt jólabjór rennur ljúft niður...á vel við jólin =)

Logi Helgu sagði...

Þriðji Jóla Bock kemur með brennt jólabragð að norðan sem ég kann afskaplega vel við =)

Logi Helgu sagði...

Fjórði Jóla kaldi dökkleitur og vægt brennt eftirbragð, mun mildari en bock og fínasti bjór eftir piparkökumálun í dag.

Logi Helgu sagði...

Fimmti Jóla Kaldi kom aftur og fylgdi bróður sínum frá í gær á sinn stað og var það ferðalag ánægjulegt fyrir hann og mig ;)

Logi Helgu sagði...

Sjötti Tuborg Christmas Brew stór og mikil dós sem reif strax í með áfengisbragði...eftir 2-3 sopa var það bragt "farið" (eða orðinn vanur) og bara gott bjórbragð eftir það =)

Logi Helgu sagði...

Sjöundi Albani Jule Byrg sem er 7% og í fyrra fann ég mikið áfengisbragð af, en ekkert núna. Tuborginn virðist vera með áfengisbragðið í ár.
Þessi kemur virkilega vel út í ár, verst að hann er bara í lítilli dós því mig langar í meira ;)

Logi Helgu sagði...

Áttundi Tuborg Christmas Brew aftur á ferð, alveg jafn áfengur og sá fyrri, fínn bjór annars en mér hefur fundist hann mun betri áður.

Logi Helgu sagði...

Níundi var Einstök doubblebock sem er nú með þeim betri sem ég hef smakkað. Merkilegt að hann var bara degi frá því að vera "best fyrir", gæti verið lítið af geymsluefnum í honum (sem er bara gott). Rann einstaklega vel niður á afmælisdeginum yfir pókerborðinu ásamt Bjólfsfélögum ;)

Logi Helgu sagði...

Tíundi Föroya Bjór Jóla Bryggj kom vel kaldur í glasið og ég held bara að hann hafi tekið fyrsta sætið...einstaklega góður bjór þó svo að umbúðirnar finnist mér ekki jafn fallegar ;)

Logi Helgu sagði...

Ellefti Gæðingur - Lager hafði smá rammleika með sér sem ég þykist hafa bragðað af dökka bjórnum þeirra og finnst sá dökki betri og eiga betur við svörtu flöskurnar þeirra.

Logi Helgu sagði...

Tólfti Duff var allt í lagi en kemst nú ekki á topplistann yfir jólabjóra þó svo að ánægjulegt sé að drekka það sama og Hómer ;)
Þar sem Stekkjastaur kom til byggða í nótt ákvað ég að smakka hann og stóðst hann alveg væntingar, fannst hann samt mjög áþekkur og Úlfur og jafnvel ég prófi þá saman við tækifæri.

Logi Helgu sagði...

Þrettándi Jóla bock var bragðmikill og lyktaði af heilmiklum jólum. Mikill bjór en eins og í fyrra er ég sammála að ég mun seint drekka marga í senn.

Logi Helgu sagði...

Fjórtándi Jóla Kaldi alveg jafn góður og fyrir 10 dögum síðan, rennur ljúft niður svona fyrir svefninn ;)

Logi Helgu sagði...

Fimmtándi Egils Malt & Appelsín var nú frekar sætur ;) Bínu var skemmt og nú skildi ég áhuga hennar á hvað væri í dagatalinu undanfarna daga...hún er fyndin ;)

Logi Helgu sagði...

Sextándi Víking Jólabjór, er góður eins og aðrir jólabjórar en ekkert að skera sig neitt úr, fínn í sötrið ;)

Logi Helgu sagði...

Sautjándi Mistilteinn (held ég að hann sé kallaður) sem er heimabrugg frá Valgeir. Einstaklega bragðmikill og þéttur...mig vantaðar bara að læra meira um hann ;) Líst mjög vel á buggmeistara Valgeir...hann er með'da =)

Logi Helgu sagði...

Átjándi týndist...man ekki hvað var í boði þá ;)

Nítjándi Ölvisholt Jólabjór sem var mjög skemmtielgur.

Tuttugasti Royal X-Mas ljós, mjög góður...enda grunaði mig að það væri sykur í honum, sem passaði við innihaldslýsinguna.

Logi Helgu sagði...

Jú, man það...átjándi var Gæðingur - pale ale sem var ekki ekki alveg nógu góður...eins og hann hafi verið gerður á hlaupum (s.br. miðanum á honum).

Logi Helgu sagði...

Tuttugasti og fyrsti Tuborg Xmas - blár sem er ekkert sérstakur. En hann var drukkinn yfir fyrsta jólakortinu sem ég skrifaði og nokkur fylgdu og bjórar með hverju. Stekkjastaur er að koma strekur inn.

Tuttugasti og annar Gæðingu - Jólabjór sem bragðaðist furðulega vel...kannski bara eftir langa næturbúðarferð...en ég er ekki frá því að þessi sé einn sá besti.

Tuttugasti og þriðji Jólagull sem mér finnst ekki vera sannur jólabjór...allt of ljós og gerir ekkert til að selja sig sem jólabjór (fyrir utan að vera með rauðan límmiða þar sem stendur á "jóla").