fimmtudagur, desember 01, 2011

Jóladagatal Krílanna 2011

Bína og krakkarnir dunduðu sér við í dag að búa til jóladagatalið á meðan ég var í vinnunni. Í ár er það snjókarl þar sem miðar daganna eru á maganum hans.
Bkgrunnurinn er 3 stór blöð sem Bjartur, Sunna og Dagný máluðu hvert sitt blaðið. Sunna sá um hattinn, Dagný tefilinn og Bjartur sópinn. Allir hjálpuðust með dagatalið sem kemur afskaplega vel út =)
Á hverjum morgni er nú mikil spenna að kíkja & lesa hvað það er sem fjölskyldan gerir saman...mig grunar að "kítla pabba" og "borða í grímubúningum" komi aftur eins og í fyrra ;)

2 ummæli:

harpa sagði...

sneddí eruði.. og er þá sumsé eitthvað "activity" á hverjum degi í stað kartafla og mandarína?

Logi Helgu sagði...

Bína á heiðurinn af þessu, eins og í fyrra. Þetta er bara hjá fjölskyldunni...jólasveinarnir gefa okkur samt vonandi í skóinn líka =)
Annars eru mandarínur hakkaðar hér á þessum árstíma, 3. des og 4 kassar þegar búnir ;)