laugardagur, maí 30, 2009
Steggjun 2009
Jobbi var steggjaður í dag. 10 manna hópur sem gerði ýmsilegt af sér í tilefni dagsins og má sjá útdrátt af því hér( þ.s. Jútjúb leyfir ekki misnotkun á Elvislaginu í lokin er ekkert hljóð en glöggir ættu að geta fundið hlekk á skránna með hljóði hjá lýsingunni ;)
mánudagur, maí 25, 2009
Á misjöfnu þrífast börnin best
Síðustu 5 daga hafa krakkarnir verið móðurlaus því hún skrapp til Torronto með vinnuskvísunum. Þau fengu nú Helgömmu í heimsókn á meðan til að leika við og knúsa og hjálpaði það mikið til við að takast á við móðurmissinn. Mér þótti einstaklega gott að hafa Helgu á heimilinu þannig að ég þurfti nú ekki að vera með augun á öllum þremur allan tímann...alltaf nóg að gera á þessu heimili ;)
En veðrið lék við okkur og ýmislegt var brallað, þ.á.m.: Gönguferð í Hellisgerði og á Víðistaðatún, Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, matur hjá Gauta & co., verslunarferð í Smáralind( sem varð nú meira ís- og leikferð fyrir krakkana sem fengu plastsverð til að slást með ), pizzuveisla, kaffi hjá Bekku & Bödda, grillað og leikið.
Allt gekk vel og snemma í morgun kom Bína svo heim og voru mikil hamingja hjá öllum að fá mömmuna sína heim. Helga & Bragi yfirgáfu svo svæðið í hálf grámyglulegu veðri. Það rættist nú úr því og endaði ég í sundi með stærri krakkana í sól og blíðu...og svo náði ég einum bjór í sólbaði á svölunum seinnipart dags ;)
En veðrið lék við okkur og ýmislegt var brallað, þ.á.m.: Gönguferð í Hellisgerði og á Víðistaðatún, Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, matur hjá Gauta & co., verslunarferð í Smáralind( sem varð nú meira ís- og leikferð fyrir krakkana sem fengu plastsverð til að slást með ), pizzuveisla, kaffi hjá Bekku & Bödda, grillað og leikið.
Allt gekk vel og snemma í morgun kom Bína svo heim og voru mikil hamingja hjá öllum að fá mömmuna sína heim. Helga & Bragi yfirgáfu svo svæðið í hálf grámyglulegu veðri. Það rættist nú úr því og endaði ég í sundi með stærri krakkana í sól og blíðu...og svo náði ég einum bjór í sólbaði á svölunum seinnipart dags ;)
miðvikudagur, maí 20, 2009
Mörgum verðr bylt við boð
Seyðfirðingafélagið stóð fyrir Seyðfirðingahitting þ.s. tónlist og endurfundir réðu ríkjum. Fannst þetta afskaplega vel til fundið og ég er alltaf ánægður þegar að einhver gerir eitthvað sem mig hefur langað til að gera...en gef mér ekki tíma í ;) Þegar mætt var á staðinn var mér meinaður aðgangur fyrr en ég væri búinn að borga mig inn. Fannst mér það reyndar sjálfsagt mál og hið minnsta, en hinu verra að það hafði aldrei komið fram í neinni tilkynningu sem ég hafði fengið og fannst það svoldið skítt að því var ekki ælt út fyrr og mátti ég þakka fyrir að hafa veskið með í för þ.s. ég var bílandi ;) Gaman að hitta fólk sem maður rekst sjaldan á í þessu annars litla landi og vonandi verður þetta árlegur viðburður.
mánudagur, maí 18, 2009
Betra er líkama enn sálar sjúkleik að hafa
Ónæmiskerfið virðist vera að batna þ.s. það virðist vera í harði baráttu við aðra hálsbólgu sem hefur ekki enn breyst í neitt alvarlegra, þótt hún sé nú reyndar ekkert að skána :|
Ólífulaufin hef ég samt verið að tyggja í næstum ár og trúi því að þau séu að hjálpa til. Í dag var svo bætt í vopnabúrið þegar ég verslaði mér Mími í Jurtaapótekinu. Afgreiðslukonan sagði nú að þetta væri að megninu til sólhattur, sem hefur reyndar ekkert gert fyrir mig hingað til, en ég ákvað að prófa þetta.
Vopnabúrið samanstendur nú af hákarlalýsi, sólhatti, mími og stöku fjölvítamínstöflu. Járntöflur eru einnig til vara, en þ.s. það er slatta járn í fjölvítamíninu tel ég mig ekki þurfa þess nema að járnskortur verður áberandi, þá eru þær dregnar fram.
Ólífulaufin hef ég samt verið að tyggja í næstum ár og trúi því að þau séu að hjálpa til. Í dag var svo bætt í vopnabúrið þegar ég verslaði mér Mími í Jurtaapótekinu. Afgreiðslukonan sagði nú að þetta væri að megninu til sólhattur, sem hefur reyndar ekkert gert fyrir mig hingað til, en ég ákvað að prófa þetta.
Vopnabúrið samanstendur nú af hákarlalýsi, sólhatti, mími og stöku fjölvítamínstöflu. Járntöflur eru einnig til vara, en þ.s. það er slatta járn í fjölvítamíninu tel ég mig ekki þurfa þess nema að járnskortur verður áberandi, þá eru þær dregnar fram.
laugardagur, maí 09, 2009
sunnudagur, maí 03, 2009
Sjaldan stendr góðr liðsmaðr lengi hjá
Fékk hringingu frá góðum manni sem bað mig að grípa í bassa yfir helgina í Vestmannaeyjum. Hann vissi vel ég væri nú upptekinn í fjölskylduleik en það var víst orðið fátt um góða drætti og leitaði því til mín. Þegar ég hafði komist að raun um að ég væri laus lét ég til leiðast og fór því annað sinn til eyja og einnig í annað sinn til að spila þar. Betra var nú í sjóinn heldur en síðast en heldur fámennt var hjá okkur bæði kvöldin vegna annarra stórra viðburða. Blíða var alla helgina og mun skemmtilega að vera uppá dekki í Herjólfi í sól og "blíðu" heldur en að hanga inní skipinu þar sem maður gat annað hvort ælt á einhvern eða látið æla á sig. Þrátt fyrir að dansgólfið hafi ekki verið fullt bæði kvöldin var þetta fínasta helgi með góðu fólki.
Það besta við svona ferðir er að koma aftur heim og knúsa fjölskylduna eftir langa fjarveru ;)
Það besta við svona ferðir er að koma aftur heim og knúsa fjölskylduna eftir langa fjarveru ;)
föstudagur, apríl 24, 2009
Kjörvilltr er sá, sem kýs hið lakara
Á morgun eru víst alþingiskosningar og ekki seinna vænna að gera upp hug sinn. Því miður eru auð atkvæði ekki talin með svo þeir sem skila auðu geta alveg eins setið heima. Ég væri mest til í að auðir seðlar myndu telja í auð þingsæti, þá myndi ég skilað auðu, stuðlað að fækkun alþingismanna( sem mætti nú alveg fækka niður í bara ráðherra eins og ég skrifaði í byrjun árs ). Enn verra finnst mér þó að þurfa að kjósa málefnin og fólkið saman þ.s. ég er ekkert endilega "hrifinn" af frambjóðendum í mínu kjördæmi en hef ákveðna skoðun á hvaða forsætisráðherra ég vil hafa eða reyndar hvern ég vil ekki sjá þar. Þannig að þótt ég vilji ekki endilega kjósa einhvern einstakling verð ég að gera það ef ég hef ákveðið hvaða flokk ég ætla að kjósa.
Í þessu meingallaða kerfi er ég er víst "neyddur" til að kjósa einhvern af flokkunum og ætli það sé ekki best að hripa niður hvað mér finnst um hvern og einn:
Borgarahreyfingin
Kemur sterk inn fyrir þá sem vilja nýta atkvæði sitt en geta ekki með nokkru móti kosið "gömlu" flokkana. Alltaf erfitt að vita hvernig nýjum flokkum vegnar, en þeir hafa nú metnaðarfullar hugmyndir um breytingar.
Framsókn
Ætla bara ekki að leggjast af, enda eru þeir með öfluga markaðsdeild og ná alltaf að plata nógu marga til að halda velli. Þótt þeir skipti um forystu og lofi öllu fögru þá mun ég seint gefa þeim tækifæri.
Frjálslyndir
Aðframkominn flokkur sem hefur ekkert skjól til að leita í á þessum tímum.
Lýðræðishreyfingin
Kannski sprottin af góðum grunni en forystusauðurinn fer út um þúfur, þá ætti hann nú kannski réttilega heima á alþingi með hinum hirðfíflunum ;)
Samfylkingin
Tími Jóhönnu loksins kominn en verst að það er ekki góður tími.
Sjálfstæðisflokkurinn
Eftir að hafa "næstum" rænt þjóðina sjálfstæðinu má nú deila um nafn hans( t.d. mætti kalla hann ósjálfstæðisflokkinn eða sjálfæðisflokkinn ). Sýnist þeir vita uppá sig skömmina og reyna að komast hjá því að vera í stjórn svo þeir geti kennt vinstristjórninni um þá erfiðu tíma sem verða næstu árin.
Vinstri Grænir
Eins vinstrisinnaður og ég er þá eru VG svo miklir afturhaldskommatittir stundum að það er hálf sorglegt.
Ath. að mínar skoðar byggjast aðallega á fordómum( sú skoðun eða tilfinning sem ég hef á tilteknu máli hverju sinni, rökfærð á hvaða hátt sem mér sýnist ).
Fann líka gamla færslu sem ég skrifaði um stjórnmálaflokkana fyrir hart nær 6 árum og er ég nokkuð sammála því sem þar kemur fram enn. Vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu öllu saman...
Í þessu meingallaða kerfi er ég er víst "neyddur" til að kjósa einhvern af flokkunum og ætli það sé ekki best að hripa niður hvað mér finnst um hvern og einn:
Borgarahreyfingin
Kemur sterk inn fyrir þá sem vilja nýta atkvæði sitt en geta ekki með nokkru móti kosið "gömlu" flokkana. Alltaf erfitt að vita hvernig nýjum flokkum vegnar, en þeir hafa nú metnaðarfullar hugmyndir um breytingar.
Framsókn
Ætla bara ekki að leggjast af, enda eru þeir með öfluga markaðsdeild og ná alltaf að plata nógu marga til að halda velli. Þótt þeir skipti um forystu og lofi öllu fögru þá mun ég seint gefa þeim tækifæri.
Frjálslyndir
Aðframkominn flokkur sem hefur ekkert skjól til að leita í á þessum tímum.
Lýðræðishreyfingin
Kannski sprottin af góðum grunni en forystusauðurinn fer út um þúfur, þá ætti hann nú kannski réttilega heima á alþingi með hinum hirðfíflunum ;)
Samfylkingin
Tími Jóhönnu loksins kominn en verst að það er ekki góður tími.
Sjálfstæðisflokkurinn
Eftir að hafa "næstum" rænt þjóðina sjálfstæðinu má nú deila um nafn hans( t.d. mætti kalla hann ósjálfstæðisflokkinn eða sjálfæðisflokkinn ). Sýnist þeir vita uppá sig skömmina og reyna að komast hjá því að vera í stjórn svo þeir geti kennt vinstristjórninni um þá erfiðu tíma sem verða næstu árin.
Vinstri Grænir
Eins vinstrisinnaður og ég er þá eru VG svo miklir afturhaldskommatittir stundum að það er hálf sorglegt.
Ath. að mínar skoðar byggjast aðallega á fordómum( sú skoðun eða tilfinning sem ég hef á tilteknu máli hverju sinni, rökfærð á hvaða hátt sem mér sýnist ).
Fann líka gamla færslu sem ég skrifaði um stjórnmálaflokkana fyrir hart nær 6 árum og er ég nokkuð sammála því sem þar kemur fram enn. Vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu öllu saman...
sunnudagur, apríl 19, 2009
Af góðum huga koma góð verk
Vaknaði síðastur á heimilinu og sá hvar kaffibolli beið mín við hliðina á koddanum. Sunna hafði augljóslega ákveðið að gefa mér kaffi svona í morgunsárið...hún er alltaf jafn sæt hún Sunna sæta sól ;)
miðvikudagur, apríl 08, 2009
Betr er farið, enn heima setið
Þegar ég kom úr vinnu kl. 14 sagði Bína mér að Nonni&Begs væri farin norðu á Gautlönd og spurði hvort við ættum að kíkja til þeirra yfir páskana. Ég fór með þetta aðeins lengra og lagði til að fara sem fyrst og halda áfram á Seyðis og koma Helgömmu að óvart. Einnig höfðum við haft veður af því að Guggi&Harpa væru á leið austur og ekki ver að ná að sjá framan í þau, enda komin "nokkur" ár síðan við hittum þau síðast.
Þegar komið var grænt ljós á að við værum velkomin á Gautlöndum vorum við lögð af stað klukkutíma eftir að hugmyndin var lög fram. Held að við höfum aldrei verið jafn fljót að pakka og komast af stað. Mikill kostur að geta bara pikkað eldri krakkana upp á leikskólanum, skellt þeim beint í bílinn og brunað af stað út úr bænum.
Mjög gott ferðalag sem má lesa meira um á bloggsíðu krakkanna og einnig eru komnar myndir úr ferðinni ;)
Þegar komið var grænt ljós á að við værum velkomin á Gautlöndum vorum við lögð af stað klukkutíma eftir að hugmyndin var lög fram. Held að við höfum aldrei verið jafn fljót að pakka og komast af stað. Mikill kostur að geta bara pikkað eldri krakkana upp á leikskólanum, skellt þeim beint í bílinn og brunað af stað út úr bænum.
Mjög gott ferðalag sem má lesa meira um á bloggsíðu krakkanna og einnig eru komnar myndir úr ferðinni ;)
laugardagur, apríl 04, 2009
Sætr er sjaldfenginn matr
Tókum matarboði frá Möllu&Þresti sem leiddi okkur alla leið uppí Karrakot. Maturinn var ekki af verri endanum og ekki á hverjum degi sem dýrindis nautalund fær að kítla bragðlaukana. Yndisleg helgi og merkilegt hvað maður var endurnærður eftir bara einn dag í sveitinni, þúsund þakkir fyrir okkur.
P.s. Myndir væntanlegar um mánaðarmótin( þ.s. ég set bara inn myndir hvers mánaðar þegar hann er liðinn ;)
Ákvað að drífa í því að skella inn myndum frá Karrakoti
Ákvað að drífa í því að skella inn myndum frá Karrakoti
fimmtudagur, apríl 02, 2009
Hvað lengi er forhugsað, má fljótliga framkvæma
Fyrir 10 árum steig ég síðast á stokk með Shape og nú eru blikur á lofti að við munum koma fram í sumar. Það hefur oft komið til tals að telja aftur í en ekki orðið af því fyrr en nú. Það var engu líkara en að við hefðum verið að spila í síðustu viku, alveg stórmerkilegt hvað við vorum samstilltir...sérstaklega miðað við 10 ára "pásu" ;)
Væntanlega sjáumst við á sviði á Vegareiði 2009( Road Rage 2009 ) í Sláturhúsinu á Egilsstöðum 13. júní ;)
Væntanlega sjáumst við á sviði á Vegareiði 2009( Road Rage 2009 ) í Sláturhúsinu á Egilsstöðum 13. júní ;)
miðvikudagur, apríl 01, 2009
Biðjandi maðr fær börn
Lagðist í bað um daginn, en það voru nú engin rólegheit. Krakkaormarnir þrír voru skríðandi, skvettandi og frussandi um allt baðið og í orðsins fyllstu merkingu að "ormast". Horfði yfir liðið og fannst nokkuð merkilegt hvað þessi hópur var fljótur að stækka og spurning hvort þetta sé ekki komið gott?
Þegar krakkarnir voru bara tvö minnist ég þess að hafa oft að leita að þeim þriðja. Ég hef ekki fundið fyrir því að einhvern vanti eftir að Dagný kom sem ætti að segja mér að þetta sé komið gott.
Auk þess erum við búin með öll vinnuheitin en stuttu eftir að við byrjuðum að búa dreymdi Bínu að við áttum 3 börn sem hétu: Rasshár, Skeggrót og Viðbót. Hafa þessi nöfn verið "vinnuheitin" á krökkunum í óléttunum og þar sem þau eru uppurin myndi það bara flækja málin að bæta í hópinn ;)
Þegar krakkarnir voru bara tvö minnist ég þess að hafa oft að leita að þeim þriðja. Ég hef ekki fundið fyrir því að einhvern vanti eftir að Dagný kom sem ætti að segja mér að þetta sé komið gott.
Auk þess erum við búin með öll vinnuheitin en stuttu eftir að við byrjuðum að búa dreymdi Bínu að við áttum 3 börn sem hétu: Rasshár, Skeggrót og Viðbót. Hafa þessi nöfn verið "vinnuheitin" á krökkunum í óléttunum og þar sem þau eru uppurin myndi það bara flækja málin að bæta í hópinn ;)
föstudagur, mars 27, 2009
Sú eign er bezt, að eiga sem nægir
Fyrir 3 árum eignaðist ég cube og var hinn ánægðasti en nú er hann horfinn af heimilinu. Ég ákvað að það væri tími til kominn að taka til á heimilinu og hætta að safna "dóti". Leyfa einhverjum öðrum að njóta hans enda var hann bara að safna ryki á bakvið sófa og notaður í lítið annað en að keyma gögn. Nýr eigandi sótti vélina og leið mér afskaplega vel að vita að hún fór til mikils makkamanns og safnara sem mun ábyggilega gera henni góð skil um ókomin ár.

Ágætt að byrja að taka til áður en þetta endar svona ;)

Ágætt að byrja að taka til áður en þetta endar svona ;)
sunnudagur, mars 22, 2009
Bara eitt bleyjubarn á heimilinu
Sunna er hætt með bleyju og þá er Dagný eina bleyjubarnið á heimilinu. Get ekki beðið eftir losna við bleyjurnar...og þá sérstaklega kúkableyjurnar sem eru alveg "sætar" fyrstu vikurnar en hjá 2ja ára er þetta orðið full mannalegt ;)
mánudagur, mars 16, 2009
B&L 7 ára
Í tilefni dagsins fengum við Valgeir&Þyrí til að passa gríslingana og fórum út að borða. Af gömulum( og góðum ) vana fórum við á Hereford, en við erum búin að vera sérstaklega dugleg að fara þangað undanfarið ;)

B&L orðin 7 ára

B&L orðin 7 ára
miðvikudagur, febrúar 25, 2009
Geiri frændi
Fyrir nokkru héldum við feðgar í smá bílferð með flöskur í Sorpu. Þegar við vorum að skila flöskunum rak ég augun í Almanak Sorpu 2009 sem ég greip með til að skoða síðar. Þegar heim var komið fletti ég í gegnum bæklinginn og rakst þá á mynd af nokkrum af dósaklippingunum hans Geira frænda. Ég hafði gaman að sjá þessi undraverk hans aftur þ.s. ég hafði ekki séð þau lengi og heldur ekki hugsað um kallinn í nokkur ár.
Rifjaðist þá upp fyrir mér að ég hafði eitt sinn reynt að læra þessa listsköpum af honum. Lagði leið mína í kot kalls og gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir sem urðu bara að sundurklipptum áldósum. Á meðan lá Geiri hinn makindalegasti í bóli sínu og hafði lítið fyrir að beygja álið fram og aftur og hafði fullkomna sýn á því hver niðurstaðan yrði á endanum. Ekki hef ég skilning á því hvernig hann fór að búa til húsgögn, kórónur og myndaramma úr áldósunum og kannski er þessi náðargáfa nú týnd af hnettinum eftir brotthvarf hans.
En skemmtileg minning og áhugaverður kall og húsið hans var síðast þegar ég vissi safn, en ég finn nú engar upplýsingar um það á Seyðisfjarðarvefnum :(
Ætli svona sérstakir persónuleikar séu að deyja út eða koma nýir í þeirra stað með tíð og tíma?
Rifjaðist þá upp fyrir mér að ég hafði eitt sinn reynt að læra þessa listsköpum af honum. Lagði leið mína í kot kalls og gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir sem urðu bara að sundurklipptum áldósum. Á meðan lá Geiri hinn makindalegasti í bóli sínu og hafði lítið fyrir að beygja álið fram og aftur og hafði fullkomna sýn á því hver niðurstaðan yrði á endanum. Ekki hef ég skilning á því hvernig hann fór að búa til húsgögn, kórónur og myndaramma úr áldósunum og kannski er þessi náðargáfa nú týnd af hnettinum eftir brotthvarf hans.
En skemmtileg minning og áhugaverður kall og húsið hans var síðast þegar ég vissi safn, en ég finn nú engar upplýsingar um það á Seyðisfjarðarvefnum :(
Ætli svona sérstakir persónuleikar séu að deyja út eða koma nýir í þeirra stað með tíð og tíma?
mánudagur, febrúar 09, 2009
Sætr matr gjörir stóran munn
Í tilefni dagsins okkar( sem er 9. hvers mánaðar ) eldaði ég hvílaukslegnar svínalundir sem eru oft á boðstólum á þessum bæ. Að vanda var gerð Kárasósa( hvítlauks & steinseljuostur með rjóma ) og auk hrísgrjóna var bryddað upp í fysta skiptið gráðostafylltum bökunarkartöflum sem fullkomna þessa annars dýrindis máltíð. Þannig að eftir matinn var maginn fullur og eitt stórt ánægjubros fyllti út andlitið á meðan við skelltum öllum börnunum í bað og smöluðum þeim í háttinn =)
Þetta var einn af þessum dögum sem maður undrast að hér skuli vera 5 manna fjölskylda í 3ja herbergja íbúð. En það sleppur á meðan Dagný er enn lítil. Það var nú á dagskrá hjá okkur að stækka við okkur á þessu ári en ástandið hefur fryst allan fasteignamarkað. Skulum vona að það fari batnandi á næstu mánuðum, vonandi þurfum við ekki að bíða mörg ár þangað til að ástandið skánar. En hvernig sem það fer þá hljótum við nú fyrr eða síðar að yfirgefa þetta hreiður og finna okkur annað stærra =)
Þetta var einn af þessum dögum sem maður undrast að hér skuli vera 5 manna fjölskylda í 3ja herbergja íbúð. En það sleppur á meðan Dagný er enn lítil. Það var nú á dagskrá hjá okkur að stækka við okkur á þessu ári en ástandið hefur fryst allan fasteignamarkað. Skulum vona að það fari batnandi á næstu mánuðum, vonandi þurfum við ekki að bíða mörg ár þangað til að ástandið skánar. En hvernig sem það fer þá hljótum við nú fyrr eða síðar að yfirgefa þetta hreiður og finna okkur annað stærra =)
fimmtudagur, febrúar 05, 2009
Alheims-staðsetningar kerfi
Þegar ég varð þrítugur langaði Bínu að gefa mér eitthvað sem væri ekki á óskalistanum mínum sem endaði með því að hún ákvað að gefa mér GPS. Hún var meira að segja svo sniðug að láta mig um það að velja tækið, sem var hárrétt hjá henni þ.s. hún vissi að ég hefði ákveðna skoðun á því hvað ég vildi og þyrfti að skoða hvað væri í boði =)
Þannig að ég lagðist yfir úrvalið og fann eitthvað sem var nógu spennandi að ég sá fram á að geta notað að einhverju ráði.
Tækið er búið bluetooth fyrir síma sem kemur sér afskaplega vel þ.s. ég var búinn að týna hluta af handfjálsa búnaðinum mínum. Ekki er heldur verra að í græjunni er FM sendir þannig að hægt er að vera með tónlist inná henni og spila í gegnum útvarpið í bílnum. Mikill kostur að geta geymt alla barnadiskana í tækinu og stillt á þegar lengri ferðir eru teknar með krökkunum. Einnig bjó ég svo vel að geta fengið Íslandskortið hjá Gauta bróðir þ.s. hann fékk það í afmælisgjöf um daginn og var bara með annað leyfið í notkun.
Nú sest ég uppí bílinn, slæ inn hvert förinni er heitið og keyrir án þess að hafa minnstu áhyggjur af því að villast...og ef það gerist þá endurreiknar tækið nýja leið og ég held förinni áfram =)
Þannig að ég lagðist yfir úrvalið og fann eitthvað sem var nógu spennandi að ég sá fram á að geta notað að einhverju ráði.
Tækið er búið bluetooth fyrir síma sem kemur sér afskaplega vel þ.s. ég var búinn að týna hluta af handfjálsa búnaðinum mínum. Ekki er heldur verra að í græjunni er FM sendir þannig að hægt er að vera með tónlist inná henni og spila í gegnum útvarpið í bílnum. Mikill kostur að geta geymt alla barnadiskana í tækinu og stillt á þegar lengri ferðir eru teknar með krökkunum. Einnig bjó ég svo vel að geta fengið Íslandskortið hjá Gauta bróðir þ.s. hann fékk það í afmælisgjöf um daginn og var bara með annað leyfið í notkun.
Nú sest ég uppí bílinn, slæ inn hvert förinni er heitið og keyrir án þess að hafa minnstu áhyggjur af því að villast...og ef það gerist þá endurreiknar tækið nýja leið og ég held förinni áfram =)
sunnudagur, febrúar 01, 2009
Tímaleysi...
...er vandamál sem hrjáir mig stundum...eða kannski er vandamálið að mig langar/ætla að gera svo margt?
Fyrir 2 árum skrásetti ég líka færslu um týmaleysi sem á nánast alveg við í dag. Þyrfti bara að bæta við Dagnýju og breyta nokkrum staðreyndum...annars allt við það sama =)
Fyrir 2 árum skrásetti ég líka færslu um týmaleysi sem á nánast alveg við í dag. Þyrfti bara að bæta við Dagnýju og breyta nokkrum staðreyndum...annars allt við það sama =)
miðvikudagur, janúar 28, 2009
Kaffi
Vinnufélagarnir eru alveg að missa geðheilsuna þessa dagana og ekki er það "ástandinu" í þjóðfélaginu að kenna. Nei, þetta er mun alvarlegra og er ekki langt í það að blóðsúthellingar byrji ef ekki verður bót á máli hið fyrsta. Allt hófst þetta fyrir um viku síðan þegar kaffivélin bilaði. Maður hefði haldið að það væri nú ekki alvarlegt en það er einmitt stóra málið að kaffilaust er hér á 2. hæðinni. Áhyggjur af kreppu og stjórnmálum hafa alveg fallið í skuggann af "kaffiástandinu" síðustu daga á meðan kaffiþyrstir hálsar hæðarinnar hafa leitað uppá 3. hæð til að svala kaffiþörfinni en hefur sú breyting bara farið verr í mannskapinn heldur en kaffileysið. Ekki veit ég hvort það er hreyfingunni að kenna við að fara upp og niður stigann 20 sinnum á dag eða hvort að þeim finnst eitthvað leiðinlegt þarna uppi. Kannski eru efsta hæðin alltaf að gera grín að þeim fyrir að þurfa að klöngrast þarna upp og að þar sé ekkert kaffi að fá. Ég verð að viðurkenna að ég hætti mér ekki að spyrja út í neitt sem viðkemur þessu málefni og reyni að leiða hjá mér fjölda harðorða tölvupósta sem ganga milli manna og æsa upp lýðinn með hverri mínútunni sem líður. Eftir fremsta megni reyni ég að forðast að sogast inní umræðuna af hættu við að hljóta áverka frá bandbrjáluðum kaffisólgnum vinnufélaga sem kæmist að þeim hryllilega sannleika að ég drykki ekki kaffi og mér væri alveg sama um "kaffiástandið" sem er að ganga frá öllum dauðum.
Ég er líka farinn að jafa áhyggjur af því að einhver góður vinnufélaginn segi starfi sínu lausu á næstunni og fari í sjálfboðavinnu sem kaffidama um hæðina að bjóða öllum kaffi daginn út og inn...
Ég er líka farinn að jafa áhyggjur af því að einhver góður vinnufélaginn segi starfi sínu lausu á næstunni og fari í sjálfboðavinnu sem kaffidama um hæðina að bjóða öllum kaffi daginn út og inn...
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)