Jói & Hemmý og co voru "heima" hjá sér í Reykjavík um jólin og því var safnast saman á höfuðborgarsvæðinu þessi jólin. Það voru nokkrir hittingar og jólapartý sem voru haldin...gaman að hitta alla og langt síðan allur "hópurinn" hefur verið saman...góðar minningar og gaman að ná jólapartýi =)
fimmtudagur, desember 25, 2014
Jólapartý
Jói & Hemmý og co voru "heima" hjá sér í Reykjavík um jólin og því var safnast saman á höfuðborgarsvæðinu þessi jólin. Það voru nokkrir hittingar og jólapartý sem voru haldin...gaman að hitta alla og langt síðan allur "hópurinn" hefur verið saman...góðar minningar og gaman að ná jólapartýi =)
laugardagur, desember 20, 2014
Jóla, jóla...bjór
föstudagur, desember 19, 2014
Sindri 4 ára

Lillinn á heimilinu orðinn 4 ára. Hann fær svo að finna fyrir því að vera minnstur á heimilinu...foreldrarnir ekkert allt of stressaðir og stóru gera flest allt fyrir hann =)
Ekki slæmt að fá að skreyta jólatréið líka á afmælisdaginn...það er orðin hefð í fjölskyldunni =)
Efnisorð:
fjölskyldan,
heimilið,
jól,
krakkarnir,
sindri
miðvikudagur, desember 17, 2014
Jólatréið fundið
Við fórum nú ekki lengra en í björgunarsveitina til að finna okkur jólatré í ár...eins og reyndar oftast...þó ég sé nú alltaf að spá í að fara í ferð aftur og höggva...kannski næstu jól ;)
Allir hjálpuðust svo við að koma tréinu inni bíl og heim...þar sem það fékk aðeins að liggja út á svölum þar til það fór svo í sturtu.
Brjóstsykursgerð
þriðjudagur, desember 16, 2014
Tilbúinn í snjóbyl
laugardagur, desember 13, 2014
Spríklað í Grifjunni
fimmtudagur, desember 11, 2014
Vinnustaða"hrekkur"
þriðjudagur, desember 09, 2014
mánudagur, desember 08, 2014
Sunna ballerína
sunnudagur, desember 07, 2014
Sleðaferðir
Það er ávallt svo gaman þegar að nóg er af snjó og hægt að skella sér út að renna á sleða. Mikill kostur að hafa góðan stað til að renna eins og á Víðistaðatúni þar sem ekkert er í vegi fyrir sleðum á fleygiferð...nema kannski aðrir sleðafarar...enda er yfirleitt alltaf nóg af (smá)fólki sem fer að renna á hverjum degi þar =)
Merkilegt hvað einn stígatsleði, 2 diskar og 3 rassaþotur duga lengi ;)
föstudagur, desember 05, 2014
Stjörnuljós á svölunum
Krakkajólakertastjakaflóð
miðvikudagur, desember 03, 2014
Fjölskyldu-Jóladagatalið 2015
Jóladagatal fjöskyldunnar þetta árið kom frá hugmynd sem Bína fann á netinu og sérstaklega skemmtielgt að það er hægt að bæta við hanan á hverju ári og breyta. Fullt af fígurum, fjöllum, trjám og hlutum sem síðan er hægt að setja inní =)
sunnudagur, nóvember 30, 2014
Leitin að jólunum
laugardagur, nóvember 29, 2014
Sunna í kór í Jólaþorpinu
sunnudagur, nóvember 23, 2014
Frisbígolf

Fórum í firsbígolf á Víðistaðatúni sem var hin skemmtielgasta fjölskylduferð. Bjartur sá til þess að halda utan um skipulagið og skorið. Nóg var tekið með af frisbídiskum þannig að allir gátu leikið sér og hent fram og aftur. Einn festist í trjágarði en tókst okkur að ná honum þaðan með góðri samvinnu. Gaman að hafa svona völl í nágrenninu til að leika á =)
föstudagur, nóvember 21, 2014
Heimsókn til Halls afa í Þjóðleikhúsið

Ekki leiðinlegt að geta kíkt í heimsókn til Halls afa þegar að skipulagsdagur er og ég einn að leika mér með krökkunum. Þjóðleikhúsið er spennandi heimur sem er gaman að fá smá einkasýningu á og fá að fara baksviðs og sjá hvað gerist á bakvið tjöldin. Núna sáum við meðal annars leikmyndina fyrir Latabæ pakkaða saman og það fannst þeim frekar spennandi =)
föstudagur, nóvember 14, 2014
sunnudagur, nóvember 09, 2014
Kúró
miðvikudagur, október 29, 2014
6 ára bekkjarafmæli hjá Dagný
sunnudagur, október 26, 2014
Bassakennsla heima í stofu
laugardagur, október 25, 2014
Uppáhalds felustuðurinn
fimmtudagur, október 23, 2014
Afmælisveisla stelpnanna

Sameiginlegt afmæli hjá stelpunum var haldið í dag...kökur, danssýning, fullt af fólki og ávallt ánægjuleg stund þegar að safnast er saman í heimahúsi og fagnað áföngum.
Þessi mynd er svo lýsandi fyrir hvað þær eru ólíkir einstaklingar þessar skvísur =)
þriðjudagur, október 21, 2014
Sunna 8 ára
laugardagur, október 18, 2014
Sætar systur

Kom fram í morgun og fann stelpurnar að
lita hvor aðra =)
Þetta var svo gaman hjá þeim og alltaf jafn frábært hvað þær eru góðar saman. Seinna um daginn var skellt upp danssýningu þar sem þær systur æfðu dans við nokkur vel valin Katy Perry lög og heldu sýningu fyrir foreldrana...þær eru æði =)
laugardagur, október 11, 2014
Dagný 6 ára
miðvikudagur, október 08, 2014
Regla #1

Þessi regla (sjá á myndinni fyrir ofan) var sett á fyrir nokkru þegar að forstofan var iðulega yfirfull af yfirhöfnum. Það var orðin venjan hjá smáfólkinu að koma inn og láta þær detta af sér og halda svo áfram inn.
Reglan var skýð fyrir fólkinu og allir meðtóku og fóru eftir þessu...til að byrja með...
Það kom svo fyrir að ein tók ekki upp úlpuna sína...og sagðist ekki ætla að gera neitt í því þegar hún var spurð...þannig að ég þreif klósettið með höndunum á henni við lítinn fögnuð viðkomandi. Með því var búið að sýna öllum að það væri full alvara með viðlögunum og eins gott að fylgja þessu ;)
Síðan þá hafa yfirhafnir ekki sést á gólfinu, þannig að þessi regla með viðurlögum hefur alveg skilað sér =)
þriðjudagur, október 07, 2014
Minecraft með krökkunum

Það kemur fyrir að við skellum okkur saman í Minecraft enda nóg af tölvum á heimilinu. Bjartur er með þetta allt á hreinu og hjálpar að halda öllu gangandi. Þessi leikur er frábær fyrir alla þar sem það er hægt að finna alls konar borð/leiki sem er hægt að spila saman og hafa gaman...
laugardagur, september 13, 2014
Óvissuferð Bóner 2014
Það var flottur hópur sem safnaðist saman í óvissuferðina með H&I skipulögðu í þaula í ár. Skipt var í tvö lið og síðan hófust æsispennandi leikar fram eftir degi. Ferðuðumst um Reykjanesið og komum víða við og á einhverjum tímapunkti þurfti að gera myndband (þannig að það var skellt í það á Keflavíkurveginum ;)
Góður dagur í góðra vina hóp =)
föstudagur, september 05, 2014
Á "nýjum" bíl í bústað

Loksins komumst við á Previa eins og við ætluðum að fá okkur 2008 en létum Verso-inn duga. Datt einn inná sölu sem var ekki eins mikið keyrður og voru einmitt búin að vera að leita.
Fór með hann í smá tékk og þá vildi sá sem afgreiddi mig endilega að Gísli myndi skoða hann því hann ætti líka Prevíu. Gísli kom á hlaupum og sagðist ekki hafa tíma...þegar afgreiðslumaðurinn sagði að þetta væri Prevía stoppaði hann og spurði "Hvað er hún keyrð mikið?" og þegar fékk svarið "80" hélt hann áfram ferð sinni og sagði "Hann er í topp standi, mín er keyð 300" og hann haðfi alveg rétt fyrir sér, allt kom vel út úr skoðuninni =)
Nú erum við strax mætt á "nýja" bílnum í bústað með Birnu&Ingó þar sem við skoðuðum nágrennið (eitthvað smá í misgóðu veðri), hittum gott fólk, höfðum það kósy og lékum okkur með þessu æðislega fólki.
fimmtudagur, ágúst 28, 2014
Ég elska líka Tetris
mánudagur, ágúst 25, 2014
Dagný skólastelpa

Hún er heldur betur búin að vera spennt fyrir að byrja í skóla þessi og gerir það með stæl...enda með eldri systur & bróðir sem fylgja henni þannig að þetta er lítið mál fyrir Miss D =)
Daginn eftir rákumst við á hana og þegar hún var spurð "hvernig var" svaraði hún "GAMAN" eins og henni einni er lagið ;)
laugardagur, ágúst 23, 2014
Menningarnótt 2014
Við ákváðum að skella okkur á menningarnótt, taka strætó niðrí bæ og sjá hvort við næðum ekki fram yfir flugeldasýningu með allan hópinn. Þannig að byrjað var að finna strætó og ekki var leiðinlegt að sitja aftast í honum og hafa annan beint á eftir.
Við dunuðum okkur niðrí bæ og vorum þó mest til í Hljómskálagarðinum...skruppum aðeins frá þegar fór að rigna en það var nóg um að vera þar og krakkarnir fóru alltaf í leiktækin þegar þau týndust þannig að það hentaði fínt =)
Þegar fór að líða á kvöldið komum við okkur nær miðbænum og skelltum okkur í smá kaffi. Ég er nú ekki mesti kaffidrykkjumaður þannig að Bína benti mér á Frappóchino sem er alveg upphálds "kaffidrykkurinn" minn =)
Sindri gafst upp á þessum tímapunkti í fangi móður sinnar, enda búið að vera mikið að gera í allan dag.
Náðum flugeldasýningunni og gengum svo með öllum hinum uppá Hlemm þar sem við biðum eftir strætó.
Þegar hann opnaði dyrnar byrjaði svo æsingin þegar allir reyndu að komast um borð. Mér tókst að halda tvemur börnum hjá mér og sem betur fer var Bína með hin tvö og allir fóru um borð. Vagnstjórinn reyndi að hafa stjórn á drukknum unglingum og gerði svo sitt besta til að komast á áfangastað þótt hann þekkti greinilega ekki leiðina ;)
Hér fór að verða erfitt fyrir alla að halda sér vakandi og þrengslin um borð hljálpuðu ekki mikið til. Allir komust þó út á leiðarenda og einhverjir voru vaktir til að taka síðustu skrefin heim þar sem foreldrarnir voru líka vel búin á því =)
mánudagur, ágúst 11, 2014
Dagur við Hvaleyrarvatn
Sannkallað "SUMMER TIME" eins og stendur aftan á stuttbuxun hjá Sindra þarna ;) Áttum góðan dag á Hvaleyrarvatni í blíðunni...drullumallað út í eitt og alltaf gaman að skella sér í smá gúmmíbátsferð. Lilja & Ásthildur voru með okkur og við rákumst á fleiri góða vini yfir daginn...frábært að ná líka góðum sumardegi hérna =)
laugardagur, ágúst 09, 2014
Gleðiganga í fínasta veðri
miðvikudagur, júlí 30, 2014
Ströndin
Vorum varla komin heim þegar við drifum okkur á ströndina. Mig langaði svo rosalega þar sem einhvernvegin misstum við af henni síðasta sumar...kannski af því það var ekkert sumar hérna megin á landinu í fyrra ;)
Mér finnst frábært að geta farið á "stöndina"...það er svo mikið útlönd. Reyndar var hálf kalt en við enduðum í skjóli fyrir ofan pottinn og vorum þar góðan hluta dags...Dagný tókst meira að segja að ná sér í gott sundbolafar.
þriðjudagur, júlí 29, 2014
Sumarið á Seyðis

Sumarfríið var eins og svo oft áður tekið á Seyðisfirði og það var svo sannarlega yndilsegt. Það var bara rólegt og notalegt í alla staði. Ekkert sérstakt gert eða planað og daganir bara teknir einn í einu...og flestir þeirra fengu sól og hlýju og minnti þetta á sumrin sem ég upplifði á Seyðis sem barn. Held ég láti bara myndirnar frá júlí 2015 tala sýnu máli =)
Efnisorð:
ferðalög,
Félagslíf,
fjölskyldan,
seyðisfjörður,
sumar
laugardagur, júlí 12, 2014
Á leiðinni í brúðkaup

Okkur var nokkuð óvænt boðið í giftingu hjá #annaoggilsi sem við þáðum og höfðum gaman að. Yndislegt fólk, vel heppnuð veisla (gaman að kíkja aftur í Garðaholt ;), stuð fram og nótt og eftirpartýi hjá brúðhjónunum...alvöru ;)
föstudagur, júní 27, 2014
Skátaferð

fimmtudagur, júní 26, 2014
Íþróttaálfar
þriðjudagur, júní 17, 2014
Fjölskyldan í strætóferð

Það var fyrir 10 árum síðan sem við fórum fyrst með Bjart út í gönguferð á 17. júní og notuðum barnavagn í fyrsta sinn. Síðan þá hefur barnavagn og fleira alltaf verið með í för þangað til í ár. Nú var bara kallað að þeir sem ætluðu að vera með yrðu að klæða sig og síðan var farið út. Tókum reyndar regnhlífar með en það var til að þoli við úrhellið sem var spáð.
Þannig að við nældum okkur í strætó og fórum niður í bæ þar sem við reyndum að halda okkur þurrum og borða smá nammi þangað til að við heldum svo heim á leið aftur í strætó, full blaut en nokkuð ánægð með "ferðalagið" án barnavagns =)
laugardagur, júní 07, 2014
Dagný í fallturninn

Ánægjan var fljót að breytast þegar lagt var af stað upp og fljótlega breyttist það í meiri angist heldur en ánægju. Hún var ekki alveg sátt við þessa lífsreynslu...en merkilegt nokk fór hún nú aftur...en þá var nóg komið og engin ástæða til að gera sér meira af þessu =)
fimmtudagur, júní 05, 2014
Bjartur 10 ára

Hann er meira að segja kominn með sitt eigið blog og gaman að sjá hans hlið á málunum líka...en það er nú ekki allt sem ratar þarna inn hjá honum. Hann er víst að setja einhver video á youtube en það er ekki fyrir alla að horfa nema með link á það eins og sjá má á fréttinni hans um nýju heyrnatólin.
þriðjudagur, maí 27, 2014
Bjartur útskrifast úr Grábræðrum
Dagný útskrifast úr leikskólanum
mánudagur, maí 26, 2014
Skipulagsnördar

laugardagur, maí 24, 2014
Vaskir menn
Alltaf haft mjög gaman af þessu sporti frá því í íþróttum hjá Unni Óskars í Seyðisfjarðaskóla...verður gaman að vita hvað maður nær að verða gamall enn að spila þetta?
mánudagur, maí 19, 2014
Fjórða Bjólfsárinu slúttað

Það er alltaf jafn gaman að koma heim á sunnudeginum og hitta aftur fjölskylduna...þó þetta séu 2 heilir dagar þá líða þeir svo fljótt að maður varla nær að hugsa heim nema þegar síminn er tekinn upp...en í dag er það með mynd þannig að maður fær að sjá fólkið og einfaldar það mikið =)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)