
Árið byrjaði á því að við komum okkur saman um nafn á Sindra og var þetta erfiðasta nafnasamningaviðræðan…og sú síðasta ;) Strákurinn átti bara fínasta fyrsta árið og hélt uppá það í kringjum jólin með einhverjum veikindum líka en ekkert alvarlegt.
Sunna 5 ára stóð sig eins og hetja í hálskirtlatöku og hélt áfram að dansa ballet og er búin að kenna sér sjálf að lesa (eins og margt annað sem hún kennir sér sjálf).
Bjartur "tannlaus" var í körfubolta og skipti svo yfir í karate sem virðist eiga betur við þennan 7 ára gutta. Hálf-gult belti í höfn en þó er hann segist aðalega vera í þessu til að fá fjólubláa beltið sem er uppáhlalds liturinn ;)
Dagný byrjaði í ballet. Hún hætti á ungadeild og fór yfir á Bangsadeild. Finnst ekkert leiðinlegt að vera með stóru systir, enda eru þær einstaklega góðar saman ;) Tókst svo að hætta með duddu í lok árs sem var ekkert auðvelt fyrir 3ja ára duddustelpu ;)
Ég og Bína urðum 9 ára og eins og oft áður kíktum við nokkrum sinnum á uppáhalds veitingastaðinn ;)
Annars reynum við nú bara að njóta lífsins með þessu yndislega fólki okkar =)
Bónerhópurinn skrapp í sushi í byrjun árs og síðan var góð óvissuferð sem gæti orðið erfitt að toppa.
Ég náði hálfu ári betur en 2ja ára veikindaleysi þegar ég nældi mér í pest sem tók mig nokkrar vikur að ná úr mér. Nú er bara að byrja aftur að safna í nýtt met ;) Síðan er alltaf tekið á því í bandý-inu þó svo það sé farið að fækka óþarflega í hópnum...
Póker hefur komið skemmtilega inn á árinu og ánægjulegt hvað þetta áhugamál hefur komið sér inn hjá mér og maður reynir að sinna því. Náði Bjólfsmeistaranum 2011, það gæti orðið erfitt að toppa það ;) Bónermenn hafa líka tekið upp regluleg spil og síðan tókst mér að ná spili með Monsa á sitt hvorum landshlutanum.
Í sumar fórum við á Seyðis og á heljarinnar ættarmót.
Náðum að skreppa í bústað einnig voru ströndin og húsdýragarðurinn nýtt
Í vinnunni hefur verið mikið að gera og margt gott verið gert fyrir utan vinnuna. Ég færði mig úr forritun yfir í ScrumMaster hlutverk og sinnti tveimur teymum en mun færa mig yfir í annað teymi eftir áramót. Það er nóg sem býður og margt sem þarf að gera og hefur Agile orðið stærri hluti af áhugasviðinu en ég átti upphaflega von á.
Pizzugerðin heldur áfram og myndi ég frekar kaupa Logapizzur heldur en margt annað sem hægt er að borga fyrir í dag ;)
Tónlistin var fyrirferðalítil á árinu en þó héldu Kónuglærnar uppá 15 ára starfsafmæli og ánægjulegt að við náum þó þessari einu spilahelgi á árinu og einnig ánægjulegt að þaka þátt í steggjun og brúðkaupi hjá Bjözza.
Jólin voru svo yfirfull af ánægjulegum fjölskyldugjörningum og Bína mín hugsaði vel um mig.
Enduðum árið í Sævangnum hjá Möllu&Þresti og co. þar sem árið var sprengt í tætlur. Þegar líða fór á nýja árið yfirgáfum við svæðið með hálf sofandi og uppgefinn barnaskara eftir æðislega samveru í upphafi nýs árs sem lofar bara góðu =)
 
 
 Bína hefur verið mjög dugleg að safna saman gullkornum krakkanna á
Bína hefur verið mjög dugleg að safna saman gullkornum krakkanna á 
 Ekki fórum við að höggva okkar eigið tré í ár en björgunarsveit Hafnarfjarðar fær í staðin okkar stuðning með jólatrjáskaupum.  Það fékk að hvíla sig í eina nótt á svölunum og síðan þvegið og komið fyrir.  Í ár var sérstaklega valið lítið tré þar sem vitað er að litli tætilíus mun ekki láta það í friði og fannst skárra að hafa það uppá borði til að reyna aðeins að erfiða fyrir honum að komast að því ;)
Ekki fórum við að höggva okkar eigið tré í ár en björgunarsveit Hafnarfjarðar fær í staðin okkar stuðning með jólatrjáskaupum.  Það fékk að hvíla sig í eina nótt á svölunum og síðan þvegið og komið fyrir.  Í ár var sérstaklega valið lítið tré þar sem vitað er að litli tætilíus mun ekki láta það í friði og fannst skárra að hafa það uppá borði til að reyna aðeins að erfiða fyrir honum að komast að því ;)
 Búið að ná fram niðurstöðu í útliti á jólakortið í ár og prentun lokið...en það er ekki þar með sagt að þau verði skrifuð strax...hvað þá send...enda áttu þau í síðasta lagi að fara í póst í dag ;)
Búið að ná fram niðurstöðu í útliti á jólakortið í ár og prentun lokið...en það er ekki þar með sagt að þau verði skrifuð strax...hvað þá send...enda áttu þau í síðasta lagi að fara í póst í dag ;)
 Litli herramaðurinn orðinn eins árs.  Þar sem svo stutt var til jóla héldum við veislu fyrir nánustu og var það afskaplega notalegt.  Það er oft full troðið þegar vinum og fjölskyldu er boðið saman...en það er einhvern vegin auðveldara á sumrin ;)
Sindri var bara sprækur og þótti ekki leiðinlegt þegar afi hans og langamma stjönuðu við hann.  Síðan tók hann upp á því að ná sér í veikindi þegar leið á kvöldið og var í móki í nokkra daga...ekki alveg að hjálpa til með jólaundirbúninginn þau veikindi.
Litli herramaðurinn orðinn eins árs.  Þar sem svo stutt var til jóla héldum við veislu fyrir nánustu og var það afskaplega notalegt.  Það er oft full troðið þegar vinum og fjölskyldu er boðið saman...en það er einhvern vegin auðveldara á sumrin ;)
Sindri var bara sprækur og þótti ekki leiðinlegt þegar afi hans og langamma stjönuðu við hann.  Síðan tók hann upp á því að ná sér í veikindi þegar leið á kvöldið og var í móki í nokkra daga...ekki alveg að hjálpa til með jólaundirbúninginn þau veikindi.
 Stórball í Hörpu hjá vinnunni.  Stelpurnar voru rosalega duglegar saman og voru 2 sjálfar á ferð út um allt í þvögunni. Þegar boðið var uppá gjafir fyrir utan salinn (í Hörpu) fóru þær fram og við á eftir...en fundum þær ekki.  Endaði með að ég leit aftur í salinn og þar voru þær gráti næst við borðið okkar að reyna að skýra fyrir góðlátri konu hvað við hétum...þannig að þær voru týndar um stund...en höfðu hvor aðra ;)
Stórball í Hörpu hjá vinnunni.  Stelpurnar voru rosalega duglegar saman og voru 2 sjálfar á ferð út um allt í þvögunni. Þegar boðið var uppá gjafir fyrir utan salinn (í Hörpu) fóru þær fram og við á eftir...en fundum þær ekki.  Endaði með að ég leit aftur í salinn og þar voru þær gráti næst við borðið okkar að reyna að skýra fyrir góðlátri konu hvað við hétum...þannig að þær voru týndar um stund...en höfðu hvor aðra ;)




 Bína og krakkarnir dunduðu sér við í dag að búa til jóladagatalið á meðan ég var í vinnunni.  Í ár er það snjókarl þar sem miðar daganna eru á maganum hans.
Bína og krakkarnir dunduðu sér við í dag að búa til jóladagatalið á meðan ég var í vinnunni.  Í ár er það snjókarl þar sem miðar daganna eru á maganum hans.  




 ...og það fer víst ekki á milli mála hvert við förum ;)  Enda náum við alltaf í 2 fyrir 1 og þegar við drekkum hvorugt rauðvín þá er þetta mjög hagkvæmt...jafnvel ódýrar að fara 2 svona fínt út að borða heldur en að fara með alla fjölskylduna á einhvern skyndibita...enda er ekkert ódýrt í dag =)
...og það fer víst ekki á milli mála hvert við förum ;)  Enda náum við alltaf í 2 fyrir 1 og þegar við drekkum hvorugt rauðvín þá er þetta mjög hagkvæmt...jafnvel ódýrar að fara 2 svona fínt út að borða heldur en að fara með alla fjölskylduna á einhvern skyndibita...enda er ekkert ódýrt í dag =)










 
 
 



